Chelsea þarf að breyta vörninni

Branislav Ivanovic leikur ekki með Chelsea í dag.
Branislav Ivanovic leikur ekki með Chelsea í dag. Reuters

Englandsmeistarar Chelsea taka á móti Aston Villa í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en viðureign liðanna hefst klukkan 13.30 á Stamford Bridge.

Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic, sem hefur leikið vel í stöðu miðvarðar í síðustu leikjum, er í leikbanni í dag og þar sem Alex er frá keppni er Carlo Ancelotti í nokkrum vandræðum með að stilla upp vörninni. Það kemur í hlut Paulo Ferreira eða Jeffrey Bruma að lelika við hliðina á John Terry í stöðu miðvarðar.

Mikel John Obi er áfram frá keppni hjá Chelsea vegna meiðsla í hné en Daniel Sturridge getur komið aftur inní hópinn.

Hjá Aston Villa eru góðar fréttir því Ashley Young og Emile Heskey eru báðir leikfærir á ný eftir meiðsli.

Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig en færi með sigri uppfyrir Tottenham og í fjórða sætið. Aston Villa hefur sigið niður í 16. sætið eftir slæmt gengi að undanförnu og gæti verið einu sæti neðar þegar dagurinn er úti.

Wigan tekur á móti Newcastle í seinni leik dagsins klukkan 16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert