Rush: Hodgson þarf tíma og stuðning

Roy Hodgson fylgist með sínum mönnum gegn Bolton í fyrradag.
Roy Hodgson fylgist með sínum mönnum gegn Bolton í fyrradag. Reuters

Ian Rush, ein af goðsögnum Liverpool, vill að stuðningsmenn félagsins standi við bakið á knattspyrnustjóranum Roy Hodgson en gustað hefur um Hodgson síðustu vikurnar vegna slaks gengis liðsins á tímabilinu.

Liverpool tókst að knýja fram sigur á Bolton á lokamínútunni í fyrradag en hvort sá sigur dugi til þess að Hodgson haldi starfi sínu er ómögulegt að segja til um en margir stuðningsmenn félagsins afar ósáttir og vilja nýjan mann í brúnna.

,,Liverpool sýndi á köflum mjög góða frammistöðu í leiknum við Bolton. Stuðningurinn sem liðið fékk frá stuðningsmönnunum var frábær og skipti sköpum. Roy vissi hvað hann var að gera þegar hann tók að sér starfið. Hann er frábær þjálfari og góður maður.

Við þurfum að standa með honum. Ég veit að hann var ekki fyrsti kosturinn hjá stuðningsmönnunum en hann þarf að fá tíma,“ segir Rush á vef Sky en hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 346 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert