Nani tryggði Man.Utd sigur á Stoke

Javier Hernández skorar með hælspyrnu í leiknum í kvöld án …
Javier Hernández skorar með hælspyrnu í leiknum í kvöld án þess að Ryan Shawcross miðvörður Stoke nái að stöðva hann. Reuters

Manchester United náði þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Stoke, 2:1, á Old Trafford. Birmingham og Fulham unnu í kvöld og komust úr fallsætum.

Nani lagði upp fyrra mark Manchester United fyrir Javier Hernández og skoraði síðan sigurmarkið. United er með 44 stig á toppnum, Manchester City 41 og Arsenal 39 en síðarnefndu liðin mætast annað kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í 18 manna hópi Stoke í kvöld.

Sviptingar urðu í fallbaráttunni því Fulham lagði WBA 3:0 og Birmingham vann Blackpool 2:1 á útivelli. Fulham og Birmingham komust með því úr fallsætum og skildu West  Ham og Wigan eftir þar í staðinn, en þau eiga hinsvegar bæði að spila annað kvöld.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

MANCHESTER UNITED - STOKE 2:1 - leik lokið

27. Javier Hernández
kemur Man. Utd yfir, 1:0, með hælnum eftir fyrirgjöf Nanis frá hægri.
50. Dean Whitehead jafnar fyrir Stoke, 1:1, með skalla eftir að Tuncay Sanli sendi boltann fyrir mark United frá vinstri.
62. Nani kemur Man. Utd í 2:1 með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs.

Man Utd: Kuszczak, Rafael Da Silva, Vidic, Smalling, Evra, Nani, Gibson, Fletcher, Giggs, Berbatov, Hernández.
Varamenn: Amos, Owen, Anderson, Carrick, Fabio Da Silva, Evans, Obertan.
Stoke: Begovic, Wilkinson, Huth, Shawcross, Collins, Sanli, Wilson, Whitehead, Delap, Etherington, Jones.
Varamenn: Sörensen, Higginbotham, Pennant, Fuller, Walters, Pugh, Whelan.

BLACKPOOL - BIRMINGHAM 1:2 - leik lokið

24. Aliaksandr Hleb
kemur Birmingham yfir, 0:1, eftir mikil varnarmistök heimamanna. Hleb kemst inní slaka sendingu, leikur uppað markinu og skorar.
68. DJ Campbell jafnar fyrir Blackpool, 1:1, með föstu skoti eftir skallasendingu frá Gary Fletcher-Taylor.
89. Scott Dann kemur Birmingham yfir, 1:2, eftir skallasendingu frá Roger Johnson.

Blackpool: Kingson, Eardley, Cathcart, Evatt, Crainey, Vaughan, Campbell, Adam, Phillips, Varney, Taylor-Fletcher.
Varamenn: Rachubka, Southern, Ormerod, Baptiste, Euell, Sylvestre, Edwards.
Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Dann, Ridgewell, Hleb, Gardner, Ferguson, Fahey, Jerome, Derbyshire.
Varamenn: Taylor, Larsson, Phillips, Zigic, Parnaby, Beausejour, Jiranek.

FULHAM - WBA 3:0 - leik lokið

45. Simon Davies
kemur Fulham yfir, 1:0, með föstu skoti af löngu færi.
56. Clint Dempsey bætir við marki fyrir Fulham, 2:0, með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Davies.
65.  Brede Hangeland eykur enn forystu Fulham, 3:0, með skalla eftir hornspyrnu frá Davies.

Fulham: Stockdale, Pantsil, Hangeland, Hughes, Baird, Davies, Murphy, Etuhu, Duff, Dempsey, Kamara.
Varamenn: Etheridge, Salcido, Gera, Riise, Eddie Johnson, Greening, Halliche.
West Brom: Carson, Hurst, Zuiverloon, Jara, Cech, Dorrans, Mulumbu, Brunt, Morrison, Thomas, Odemwingie.
Varamenn: Myhill, Tchoyi, Miller, Shorey, Meite, Fortune, Cox.

1. deild:
Cardiff - Leeds 2:1 - leik lokið

Aliaksandr Hleb kom Birmingham yfir.
Aliaksandr Hleb kom Birmingham yfir. Reuters
Simon Davies kom Fulham yfir gegn WBA.
Simon Davies kom Fulham yfir gegn WBA. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert