Manchester United náði þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Stoke, 2:1, á Old Trafford. Birmingham og Fulham unnu í kvöld og komust úr fallsætum.
Nani lagði upp fyrra mark Manchester United fyrir Javier Hernández og skoraði síðan sigurmarkið. United er með 44 stig á toppnum, Manchester City 41 og Arsenal 39 en síðarnefndu liðin mætast annað kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í 18 manna hópi Stoke í kvöld.
Sviptingar urðu í fallbaráttunni því Fulham lagði WBA 3:0 og Birmingham vann Blackpool 2:1 á útivelli. Fulham og Birmingham komust með því úr fallsætum og skildu West Ham og Wigan eftir þar í staðinn, en þau eiga hinsvegar bæði að spila annað kvöld.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
MANCHESTER UNITED - STOKE 2:1 - leik lokið
27. Javier Hernández kemur Man. Utd yfir, 1:0, með hælnum eftir fyrirgjöf Nanis frá hægri.
50. Dean Whitehead jafnar fyrir Stoke, 1:1, með skalla eftir að Tuncay Sanli sendi boltann fyrir mark United frá vinstri.
62. Nani kemur Man. Utd í 2:1 með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs.
Man Utd: Kuszczak, Rafael Da Silva, Vidic, Smalling, Evra, Nani, Gibson, Fletcher, Giggs, Berbatov, Hernández.
Varamenn: Amos, Owen, Anderson, Carrick, Fabio Da Silva, Evans, Obertan.
Stoke: Begovic, Wilkinson, Huth, Shawcross, Collins, Sanli, Wilson, Whitehead, Delap, Etherington, Jones.
Varamenn: Sörensen, Higginbotham, Pennant, Fuller, Walters, Pugh, Whelan.
BLACKPOOL - BIRMINGHAM 1:2 - leik lokið
24. Aliaksandr Hleb kemur Birmingham yfir, 0:1, eftir mikil varnarmistök heimamanna. Hleb kemst inní slaka sendingu, leikur uppað markinu og skorar.
68. DJ Campbell jafnar fyrir Blackpool, 1:1, með föstu skoti eftir skallasendingu frá Gary Fletcher-Taylor.
89. Scott Dann kemur Birmingham yfir, 1:2, eftir skallasendingu frá Roger Johnson.
Blackpool: Kingson, Eardley, Cathcart, Evatt, Crainey, Vaughan, Campbell, Adam, Phillips, Varney, Taylor-Fletcher.
Varamenn: Rachubka, Southern, Ormerod, Baptiste, Euell, Sylvestre, Edwards.
Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Dann, Ridgewell, Hleb, Gardner, Ferguson, Fahey, Jerome, Derbyshire.
Varamenn: Taylor, Larsson, Phillips, Zigic, Parnaby, Beausejour, Jiranek.
FULHAM - WBA 3:0 - leik lokið
45. Simon Davies kemur Fulham yfir, 1:0, með föstu skoti af löngu færi.
56. Clint Dempsey bætir við marki fyrir Fulham, 2:0, með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Davies.
65. Brede Hangeland eykur enn forystu Fulham, 3:0, með skalla eftir hornspyrnu frá Davies.
Fulham: Stockdale, Pantsil, Hangeland, Hughes, Baird, Davies, Murphy, Etuhu, Duff, Dempsey, Kamara.
Varamenn: Etheridge, Salcido, Gera, Riise, Eddie Johnson, Greening, Halliche.
West Brom: Carson, Hurst, Zuiverloon, Jara, Cech, Dorrans, Mulumbu, Brunt, Morrison, Thomas, Odemwingie.
Varamenn: Myhill, Tchoyi, Miller, Shorey, Meite, Fortune, Cox.
1. deild:
Cardiff - Leeds 2:1 - leik lokið