Chelsea og Liverpool töpuðu

Pepe Reina horfir á boltann eftir annað mark Blackburn í …
Pepe Reina horfir á boltann eftir annað mark Blackburn í kvöld. Reuters

Arsenal og Manchester City gerðu markalaust jafntefli í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea, Liverpool og Tottenham töpuðu sínum leikjum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Manchester United er því með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar en City er með 42 stig í 2. sæti og Arsenal með 40 stig. Tottenham er með 36 stig og Chelsea 35, eða 9 stigum minna en United sem þó á leik til góða.

Leikir sem hófust kl. 19:45:

Arsenal - Manchester City, 0:0 - LEIK LOKIÐ

90. Enn hefur ekkert mark verið skorað en þeir Bacary Sagna og Pablo Zabaleta voru að sjá rauða spjaldið. Þeim sinnaðist í baráttu um boltann úti við hliðarlínu og nudduðu ennum sínum saman reiðilega.

30. Arsenal er búið að spyrna boltanum þrívegis í marksúlurnar og hefur verið talsvert betri aðilinn en staðan er enn markalaus.

Arsenal: Fabianski, Sagna, Djourou, Koscielny, Clichy, Song, Wilshere, Fabregas, Nasri, Walcott, van Persie. Varamenn: Szczesny, Rosicky, Denilson, Squillaci, Arshavin, Chamakh, Bendtner.
Man City: Hart, Richards, Kompany, Toure, Zabaleta, De Jong, Barry, Toure Yaya, Milner, Tevez, Jo. Varamenn: Given, Bridge, Wright-Phillips, Adam Johnson, Boateng, Lescott, Vieira.

Wolves - Chelsea, 1:0 - LEIK LOKIÐ

5. Heimamenn komust yfir snemma leiks með sjálfsmarki Jose Bosingwa eftir hornspyrnu.

Wolves: Hennessey, Zubar, Stearman, Berra, Elokobi, Jarvis, Foley, Edwards, Hunt, Fletcher, Doyle. Varamenn: Hahnemann, Ebanks-Blake, Ward, David Jones, Milijas, Batth, Doherty.
Chelsea: Cech, Bosingwa, Ivanovic, Terry, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Kalou, Drogba, Malouda. Varamenn: Turnbull, Ferreira, Sturridge, Anelka, Kakuta, Bruma, McEachran.

Aston Villa - Sunderland, 0:1 - LEIK LOKIÐ

80. Phil Bardsley kom Sunderland yfir með glæsilegu marki af um 25 metra færi.

68. Emile Heskey fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að slæma hendi í Jordan Henderson.

Newcastle - West Ham, 5:0 - LEIK LOKIÐ

64. Fimmta mark Newcastle kom þegar Peter Lövenkrands skilaði boltanum í netið eftir sendingu frá Joey Barton. Mínútu síðar fékk Leon Best heiðursskiptingu.

60. Leon Best fullkomnaði þrennuna í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni eftir sendingu frá Peter Lövenkrands.

45. Jonas Gutiérrez lagði upp þriðja mark Newcastle þegar hann kom boltanum á Kevin Nolan sem skoraði enn eitt markið í vetur.

39. Hinn 24 ára gamli Leon Best, sem kom til Newcastle frá Coventry í sumar, var að bæta við sínu öðru marki í úrvalsdeildinni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik þar.

19. Leon Best kom Newcastle yfir með marki í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni.

Leikir sem hófust kl. 20:

Blackburn - Liverpool, 3:1 - LEIK LOKIÐ

85. Gerrard fékk tækifæri til að minnka muninn í 3:2 en skaut framhjá úr vítaspyrnu.

80. Fyrirliðinn Steven Gerrard gaf Liverpool von með marki af 15 metra færi.

57. Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool því Benjani var að skora sitt annað mark og þriðja mark Blackburn eftir sendingu frá David Hoilett.

38. Blackburn komst í 2:0 þegar Benjani skoraði eftir sendingu frá Morten Gamst Pedersen.

31. Martin Olsson kom Blackburn yfir eftir sendingu frá Mame Biram Diouf, lánsmanni frá Man. Utd.

Blackburn: Bunn, Salgado, Samba, Nelsen, Givet, Hoilett, Dunn, Pedersen, Olsson, Mame Diouf, Mwaruwari. Varamenn: Fielding, El-Hadji Diouf, Linganzi, Doran, Goulon, Hanley, Morris.
Liverpool: Reina, Johnson, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Cole, Gerrard, Lucas, Maxi, Torres, Ngog. Varamenn: Gulacsi, Agger, Jovanovic, Kuyt, Babel, Poulsen, Kelly.

Everton - Tottenham, 2:1 - LEIK LOKIÐ

75. Seamus Coleman kom Everton yfir á nýjan leik þegar hann fylgdi eftir skoti frá Saha.

11. Raphael van der Vaart jafnaði metin með skalla eftir skallasendingu frá Peter Crouch. Ekki í fyrsta sinn sem risinn Crouch leggur upp mark fyrir Hollendinginn.

3. Frakkinn Louis Saha kom Everton yfir með skoti af 20 metra færi eftir sendingu frá Leighton Baines.

Everton: Howard, Neville, Distin, Heitinga, Baines, Coleman, Arteta, Fellaini, Pienaar, Saha, Beckford. Varamenn: Mucha, Hibbert, Bilyaletdinov, Osman, Yakubu, Rodwell, Anichebe.
Tottenham: Gomes, Hutton, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Jenas, Bale, Van der Vaart, Crouch. Varamenn: Pletikosa, Pavlyuchenko, Keane, Palacios, Bassong, Kranjcar, Corluka.

Bolton - Wigan, 1:1

80. Ronnie Stam jafnaði metin fyrir Wigan eftir sendingu frá Steve Gohouri.

54. Rodrigo kom heimamönnum yfir á 54. mínútu.

Vincent Kompany og Robin van Persie berjast um boltann.
Vincent Kompany og Robin van Persie berjast um boltann. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert