Ancelotti: Greinilega ekki nógu góðir

Carlo Ancelotti fórnar höndum í leiknum gegn Úlfunum í gærkvöld.
Carlo Ancelotti fórnar höndum í leiknum gegn Úlfunum í gærkvöld. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea segir einfaldlega að lið sitt sé ekki nógu gott um þessar mundir en hann segist hafa fulla trú á liðið hafi karakter til að rífa sig upp. Chelsea beið lægri hlut fyrir Úlfunum í gærkvöld og hefur aðeins uppskorið einn sigur í síðustu níu leikjum sínum í deildinni.

,,Það er greinilegt að við erum ekki nógu góðir um þessar mundir,“ sagði Ancelotti, sem óttast ekki að starf sitt sé í hættu þótt Chelsea sé að ganga í gegnum sinn versta kafla frá tímabilinu 1995-96.

,,Liðið hefur kunnáttu, hæfileika og karakter til að komast upp úr þessum vandræðum. Það er mikilvægt að standa saman og vinna af kappi fyrir hvern annan,“ sagði Ancelotti.

Spurður hvort hann sé rétti maðurinn í starfið sagði Ítalinn; ,,Já. Ég þekki þetta lið mjög vel og ég er sannfærður um að hlutirnir breytist og við verðum færir um að berjast um titlana á þessu tímabili. Það er ekki mitt að ákveða um framhaldið en ég vonast til að halda áfram í þessu starfi því ég vil halda áfram að eiga góð samskipti við leikmennina og félagið.“




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert