Fjórir stjórar í heitum sætum

Avram Grant er brúnaþungur þessa dagana.
Avram Grant er brúnaþungur þessa dagana. Reuters

Avram Grant þykir líklegur til að missa starf sitt sem knattspyrnustjóri West Ham og gæti jafnvel dregið til tíðinda í herbúðum félagsins í dag. West Ham steinlá fyrr Newcastle í gær, 5:0, og er aftur komið í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.

Grant er ekki eini knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem á það á hættu að verða rekinn. Carlo Ancelotti hjá Chelsea, Roy Hodgson hjá Liverpool og Gerard Houllier hjá Aston Villa sitja allir í heitum sætum eftir tapleiki sinna liða í gær.

Af þeim þykir Hodgson líklegastur til að fá reisupassann en Liverpool tapaði fyrir vængbrotnu liði Blackburn í gærkvöld og er aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert