Kevin Keegan, ein af goðsögnum Liverpool, telur að Roy Hodgson hafi enn tíma til að rétta gengi Liverpool við en eftir tap liðsins gegn Blackburn í gærkvöld þykir Hodgson orðinn mjög valtur í sessi sem knattspyrnustjóri liðsins.
,,Að sjálfsögðu getur Hodgson komið liðinu á rétta braut og það er kjörið tækifæri til þess þegar liðið mætir Manchester United á sunnudaginn. Þetta er erfitt. Liverpool er stórt félag með miklar væntingar en í mörg ár hafa hlutirnir ekki gengið sem skildi og það gerðist áður en Roy Hodgson kom til félagsins,“ segir Kevin Keegan.
,,Hnignum Liverpool hefur ekki átt sér stað síðustu þrjá eða sex mánuði. Hún hefur varað í lengri tíma. Þeir sem stýra félaginu hugsuðu að Hodgson væri rétti maðurinn fyrir fjórum mánuðum og hann gerði frábæra hluti með Fulham. Þeir verða því að styðja við bakið á honum. Þeir völdu hann og verða að standa með honum, “ segir Keegan.