Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool treysti sér líklega ekki til að hitta fréttamenn í dag en áður boðuðum vikulegum fundi með fréttamönnum var aflýst 45 mínútum áður en hann átti að fara fram.
Framtíð Hodgsons er í mikilli óvissu enda hefur liðinu gengið afar illa undir hans stjórn. Það hefur tapað 9 af 20 leikjum sínum í deildinni og er fjórum stigum frá fallsæti. Liverpool beið lægri hlut fyrir Blackburn í fyrrakvöld og eftir þann leik vildi Hodgson ekki tjá sig um framtíð hans í starfi stjóra Liverpoolþ
Ljóst er þó að Hodgson mun stýra Liverpool gegn Manchester United á sunnudaginn en þá eigast erkifjendurnir við í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á Old Trafford. Hodgson stjórnaði sínum mönnum á æfingu í snjónum á Melwood æfingasvæðinu í morgun og hefur sjálfsagt reynt að stappa stálinu í liðsmenn sína.