Í dag er fyrsti stóri bikardagur tímabilsins í ensku knattspyrnunni þegar 3. umferð bikarkeppninnar er leikin. Þá koma lið tveggja efstu deildanna til leiks í fyrsta skipti. Liðin í 2. og 3. deild hafa farið í gegnum tvær umferðir ásamt þeim utandeildaliðum sem sluppu í gegnum geysilega viðamikla undankeppni sem hófst strax í sumar.
Það eru gömlu keppinautarnir Arsenal og Leeds sem mætast í fyrsta leiknum en flautað er til þeirrar viðureignar á Emirates leikvanginum klukkan 12.45. Leeds er komið í toppbaráttu 1. deildar eftir mörg mögur ár og gæti staðið í liði Arsenal sem ekki verður með alla sína sterkustu menn.
Bikarleikir dagsins þar sem úrvalsdeildarlið og Íslendingalið koma við sögu:
12.45 Arsenal - Leeds
13.30 Millwall - Birmingham
15.00 Blackburn - QPR
15.00 Bolton - York City
15.00 Brighton - Portsmouth
15.00 Coventry - Crystal Palace
15.00 Doncaster - Wolves
15.00 Fulham - Peterborough
15.00 Huddersfield - Dover
15.00 Hull - Wigan
15.00 Reading - WBA
15.00 Scunthorpe - Everton
15.00 Sheffield United - Aston Villa
15.00 Southampton - Blackpool
15.00 Stoke City - Cardiff
15.00 Sunderland - Notts County
15.00 Watford - Hartlepool
15.00 West Ham - Barnsley
17.30 Stevenage - Newcastle
Á morgun eru síðan nokkur stærstu liðanna á ferðinni og þá er stóri leikur umferðarinnar þegar Manchester United tekur á móti Liverpool á Old Trafford. Leikir morgundagsins eru þessir:
13.30 Manchester United - Liverpool
13.30 Tottenham - Charlton
15.00 Chelsea - Ipswich
16.00 Leicester - Manchester City