Arsenal og Leeds verða að mætast að nýju í 3. umferð ensku bikarkeppninnar eftir að hafa gert 1:1 jafntefli á Emirates-vellinum í dag. Cesc Fabregas jafnaði metin úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
90. Varamaðurinn Cesc Fabregas jafnaði metin í 1:1 á ögurstundu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar togað var í Theo Walcott innan vítateigs.
54. Leeds fékk vítaspyrnu þegar Denilson felldi Max Gradel augljóslega innan vítateigs. Robert Snodgrass tók spyrnuna og skoraði þrátt fyrir að Wojciech Szczesny næði að slæma hendi í knöttinn.
45. Hálfleikur. Staðan eftir fyrri hálfleik er markalaus. Arsenal hefur átt ívið fleiri færi en Kasper Schmeichel markvörður Leeds hefur séð við marktilraunum heimamanna hingað til auk þess sem Jonathan Howson náði að bjarga á marklínu eftir um hálftíma leik.