Ferguson: Sorgleg niðurstaða

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé sorgleg niðurstaða hjá Liverpool að reka Roy Hodgson og kenna honum um allt sem úrskeiðis hafi farið hjá liðinu á þessu keppnistímabili.

United og Liverpool mætast í bikarnum í dag klukkan 13.30 á Old Trafford og Kenny Dalglish stýrir liði Liverpool í þeim slag, og áfram út tímabilið.

„Það er eins og þetta sé allt honum að kenna. Hann fékk þetta lið meira og minna í hendurnar. Það er dapurlegt þegar knattspyrnustjórar fá ekki tíma eða fjárráð til að vinna úr málunum. Nokkrir leikir tapast og þá er allt á öðrum endanum. Þetta er ótrúlegt.

Hvers vegna réðu þeir hann? Hann er með gífurlega reynslu, hefur þjálfað víða, stjórnað Inter Mílanó tvisvar, landsliðum Finnlands og Sviss, og farið með Fulham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þetta er alltaf að færast í aukana, það er alltaf verið að reka þennan og hinn stjórann," sagði Ferguson í viðtal við The Mirror í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert