Manchester United, sem fyrir stundu sló Liverpool út úr 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, dróst gegn 2. deildarliði Southampton á útivelli í 4. umferð en dregið var til hennar rétt í þessu.
Bikarmeistarar Chelsea, sem þessa stundina eru 3:0 yfir gegn Ipswich í hálfleik, sækja Everton heim á Goodison Park í 4. umferðinni, ef þeir missa þetta forskot ekki niður í seinni hálfleiknum.
Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton fá nágrannana í Wigan í heimsókn og sigurvegarinn í viðureign Arsenal og Leeds tekur á móti Huddersfield, liði Jóhannesar Karls Guðjónssonar.
Reading, lið Ívars Ingimarssonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, fékk útileik gegn spútnikliðinu Stevenage úr 3. deild.
Aron Einar Gunnarsson og samherjar í Coventry leika við úrvalsdeildarlið Birmingham á útivelli.
Drátturinn í heildina lítur þannig út:
Sheffield Wednesday - Wycombe eða Hereford
West Ham - Nottingham Forest
Aston Villa - Blackburn
Stevenage - Reading
Notts County - Leicester eða Manchester City
Doncaster eða Wolves - Stoke eða Cardiff
Birmingham - Coventry
Burnley - Burton Albion
Swansea - Orient
Southampton - Manchester United
Everton - Chelsea eða Ipswich
Fulham - Tottenham
Arsenal eða Leeds - Huddersfield
Bolton - Wigan
Watford - Brighton
Torquay - Crawley eða Derby