„Ég flýg út í fyrramálið og hitti umboðsmanninn þar, og við förum svo og skrifum undir þessa pappíra. Ég reikna því með að vera löglegur með liðinu í næsta leik á föstudaginn,“ sagði Matthías Vilhjálmsson sem var á þönum í gær að gera allt klárt fyrir ferð til Englands en hann hefur verið lánaður frá FH til C-deildarliðsins Colchester til 1. apríl.
„Ég á að spila einhvern æfingaleik á þriðjudaginn [á morgun] fyrir luktum dyrum og fæ ekki einu sinni æfingu fyrir það. En það veitir ekki af að fá leiki til að ná upp leikæfingunni. Ég var þarna í nóvember og veit alveg að hverju ég geng þarna. Ég þarf kannski tvo eða þrjá leiki til að koma mér í stand,“ sagði Matthías segir Matthías en nánar er rætt við hann í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.