Ipswich og Blackpool sigurvegarar kvöldsins

Denilson hjá Arsenal og Colin Healy hjá Ipswich eigast við …
Denilson hjá Arsenal og Colin Healy hjá Ipswich eigast við í leik liðanna í kvöld. Reuters

Ipswich  vann mjög óvæntan sigur á Arsenal, 1:0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld og Blackpool lagði Liverpool öðru sinni í úrvalsdeildinni, 2:1.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

21.53 Flautað af á Bloomfield Road þar sem Blackpool vinnur nokkuð sanngjarnan sigur á Liverpool, 2:1, í úrvalsdeildinni.

21.41 Leik lokið á Portman Road þar sem Ipswich, sem er í 19. sæti 1. deildar, vinnur óvæntan sigur á Arsenal, 1:0, í undanúrslitum deildabikarsins. Liðin eiga eftir að mætast  aftur á Emirates.

21.28 Blackpool nær forystunni gegn Liverpool á 69. mínútu þegar DJ Campbell skallar boltann af krafti í markið hjá Pepe Reina af markteig.

21.24 Tamas Priskin kemur 1. deildarliði Ipswich yfir gegn Arsenal, 1:0, á 78. mínútu. Nokkuð verðskuldað og leikmenn Arsenal hafa verið seins og skugginn af sjálfum sér. Priskin fær sendingu innfyrir miðja

21.03 Seinni hálfleikur er hafinn hjá Blackpool og Liverpool.

20.50 Seinni hálfleikur er hafinn hjá Ipswich og Arsenal.

20.48 Flautað til hálfleiks á Bloomfield Road. Staðan er Blackpool - Liverpool 1:1.

20.35 Flautað til hálfleiks á Portman Road. Staðan er Ipswich - Arsenal 0:0.

20.13 Blackpool jafnar metin gegn Liverpool á 12. mínútu. Raúl Meireles missir boltann á miðjunni, Gary Taylor-Fletcher fær sendingu frá David Vaughan í gegnum miðja vörn Liverpool og skorar, 1:1.

20.03 Liverpool tekur forystuna á Bloomfield Road. Fernando Torres fær sendingu innfyrir vörnina, hægra megin, frá Martin Kelly, leikur inní vítateiginn og hamrar boltann glæsilega uppundir þaknetið, 0:1.

20.00 Leikur Blackpool og Liverpool hafinn á Bloomfield Road.

19.45 Leikur Ipswich og Arsenal hafinn á Portman Road.

Blackpool og Liverpool eru jöfn að stigum í 12. og 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 25 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Blackpool: Kingson, Eardley, Cathcart, Evatt, Crainey, Grandin, Adam, Vaughan, Taylor-Fletcher, Campbell, Varney.
Varamenn: Rachubka, Southern, Ormerod, Baptiste, Euell, Sylvestre, Phillips.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Kelly, Meireles, Poulsen, Lucas, Jovanovic, Torres, Kuyt.
Varamenn: Gulacsi, Konchesky, Kyrgiakos, Maxi, Wilson, Ngog, Shelvey.

Ipswich: Fulop, Peters, McAuley, Delaney, Kennedy, Edwards, Norris, Healy, O'Dea, Wickham, Priskin.
Varamenn: Lee-Barrett, Smith, Eastman, Civelli, Lambe, Murray, Hourihane.
Arsenal: Szczesny, Eboue, Koscielny, Djourou, Gibbs, Walcott, Denilson, Fabregas, Wilshere, Arshavin, Bendtner.
Varamenn: Shea, Vela, Ramsey, Song, Chamakh, Eastmond, Miquel.

Fernando Torres fagnar eftir að hafa komið Liverpool yfir í …
Fernando Torres fagnar eftir að hafa komið Liverpool yfir í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert