Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Everton en liðin skildu jöfn, 2:2, á Anfield í dag og þar með krækti Dalglish í sitt fyrsta stig sem stjóri Liverpool.
,,Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik vorum við undir 2:1 en mínir menn sýndu mikla seiglu og baráttu og ég var ánægður með það. Ég var ánægður með leik liðsins. Við hefðum átt að vera með betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn en ég get ekki annað en hrósað leikmönnum mínum.
Ég hef ekki rætt við eigendurna um að fá fé til leikmannakaupa. Ég sagði þeim þegar ég tók að mér starfið að ef þetta væri hópurinn þá yrði ég að vinna með hann,“ sagði Dalglish eftir leikinn.