Stoke vill fá Ba að láni

Demba Ba í leik með Hoffenheim.
Demba Ba í leik með Hoffenheim. Reuters

Stoke hefur ekki gefið upp alla von um að fá senegalska sóknarmanninn Demba Ba til liðs við sig frá þýska liðinu Hoffenheim sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með. Stoke var reiðubúið að ganga frá kaupum á Ba um helgina en ekkert varð af því þar sem leikmaðurinn stóðst ekki læknisskoðun.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Stoke hafi nú gert Hoffenheim tilboð um að fá framherjann að láni. Forráðamenn Hoffenheim segjast ekki reiðubúnir að lána Ba en ætla samt að vera áfram í sambandi við Stoke.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert