Norski landsliðsmaðurinn John Carew er kominn í herbúðir Stoke frá Aston Villa. Um lánssamning er að ræða sem gildir út leiktíðina en samningur Carews við Villa rennur út eftir tímabilið.
Carew stóðst læknisskoðun í gær og í morgun var gengið frá allri pappírsvinnu og hann verður því löglegur með liðinu þegar það mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
,,Það er frábært fyrir okkur að fá þennan leikmaður. Árangur Johns talar sínu máli en hann hefur staðið sig vel og hefur skorað mörk fyrir félög í öflugum deildum á ferli sínum. Hann hefur mikla reynslu. Hann hefur spilað marga landsleiki og í Meistaradeildinni, þar á meðal úrslitaleik með Valencia,“ segir Tony Pulis knattspyrnustjóri Stoke á vef félagsins.
Þegar Carew kemur fer annar sóknarmaður frá félaginu en Stoke hefur samþykkt tilboð frá Sunderland í Ricardo Fuller.