Eiður Smári Guðjohnsen er á ný orðaður við hollenska félagið Ajax, en hann er sagður einn þriggja leikmanna sem Frank de Boer þjálfari liðsins hefur augastað á, missi hann Luis Suarez til Liverpool á næstu dögum.
Liverpool hefur hikstað á kaupverðinu en Ajax hefur krafist þess að fá 25 milljónir punda fyrir úrúgvæska framherjann. Eigendur Liverpool hafa þó gefið til kynna að slík upphæð kunni að vera framreiðanleg.
Netmiðillinn Insidefutbol segir að þrír leikmenn séu í sigtinu hjá Frank de Boer. Hann hafi mestan áhuga á Bas Dost, sóknarmanni Heerenveen og hollenska 21-árs landsliðsins, en síðan komi Eiður Smári Guðjohnsen hjá Stoke og Ryan Babel hjá Liverpool sterklega til greina.