Konur kunna ekki rangstöðu

Andy Gray, annar lýsanda Sky.
Andy Gray, annar lýsanda Sky.

Tveir knattspyrnulýsendur Sky-sjónvarpsstöðvarinnar hafa komið sér í vandræði eftir að upptaka náðist af þeim eftir að slökkt hafði verið á hljóðnemum þeirra á leik Wolves gegn Liverpool í gær. Heyrðust þeir Andy Gray og Richard Keys tala um kvenkyns línuvörð leiksins af mikilli karlrembu.

„Einhver ætti að fara til hennar og útskýra fyrir henni rangstöðuregluna,“ sagði Keys um Sian Massey, annan línuvörð leiksins.

„Trúirðu þessu? Kvenkyns línuvörður. Konur kunna ekki rangstöðuregluna,“ svaraði Gray.

„Auðvitað ekki. Ég skal ábyrgjast að það verður stórt klúður í dag. Kenny [Dalglish, þjálfari Liverpool] á eftir að tryllast. Þetta er ekki í fyrsta skipti, er það? Vorum við ekki með aðra einhvern tímann?“ sagði Keys.

Aðdáendur Úlfanna voru reiðir ákvörðun Masseys að lyfta ekki flaggi sínu vegna þess sem þeir töldu rangstöðu Raúl Meireles í aðdragandi fyrsta marks Liverpool. Endursýningar í sjónvarpi bentu þó til þess að hún hefði haft rétt fyrir sér.

Karlremba lýsendanna tveggja heyrðist ekki í útsendingu en upptaka af samtalinu var send fjölmiðlum eftir á. Þegar breska blaðið Mail on Sunday spurði Keys út í orð sín sagði hann: „Ég man ekki eftir þessu. Ég hef enga hugmynd um hvað þið eruð að tala. Ég minnist þess að ég hafi óskað ungu konunni velfarnaðar.“

Þegar honum var sagt að til væri upptaka af samtalinu sagði hann: „Ef þið eigið upptöku þá þurfið þið ekkert að tala við mig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert