Ótrúlegur sigur hjá Manchester United

Craig Caithcart skorar fyrir Blackpool með hörkuskalla á 15. mínútu …
Craig Caithcart skorar fyrir Blackpool með hörkuskalla á 15. mínútu gegn Manchester United. Reuters

Manchester United er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvaldeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á nýliðum Blackpool, 3:2, á Bloomfield Road í Blackpool í kvöld. Það blés ekki byrlega fyrir United eftir fyrri hálfleikinn en staðan var 2:0 heimamönnum í vil en United sneri taflinu við með góðum endaspretti.

90. Leiknum er lokið með 3:2 sigri Manchester United.

Uppbótartíminn er hvorki meira né minna en 10 mínútur.

87. Dimitar Berbatov kemur United yfir eftir skyndiupphlaup. 19. mark Búlgarans á tímabilinu.

74. Javier Hernández jafnar fyrir United, 2:2.

72. Dimitar Berbatov minnkar muninn í 2:1 með skoti rétt utan markteigs eftir fyrirgjöf frá Darren Fletcher.

50. United er ljónheppið að fá ekki á sig vítaspyrnu þegar Luke Varney virðist vera felldur af Rafael í vítateignum.

45. Hálfleikur á Bloomfield Road og Blackpool gæti hæglega verið með meira en 2:0 forystu eftir góða frammistöðu í fyrri hálfleik gegn toppliðinu.

44. D.J. Campbell kemur Blackpool í 2:0. Annað mark eftir hornspyrnu frá Adam. Nú fær Campbell boltann við stöngina fjær og skorar auðveldlega með skalla. Sjötta mark hans í sjö leikjum.

15. Craig Cathcart kemur Blackpool yfir, 1:0. Charlie Adam tekur hornspyrnu og Cathcart, sem er uppalinn hjá United, skorar með hörkuskalla. Fyrsta mark hans í úrvalsdeildinni.

Manchester United er efst í deildinni með 48 stig og getur með sigri náð fimm stiga forskoti á Arsenal. Blackpool er í 12. sæti með 28 stig en myndi með sigri fara uppí 7. sæti deildarinnar.

Manchester United leikur í fyrsta skipti á Bloomfield Road í 27 ár. Liðin voru síðast saman í deild tímabilið 1974-75, þá í næstefstu deild.

Blackpool: Kingson, Eardley, Cathcart, Evatt, Baptiste, Grandin, Adam, Vaughan, Taylor-Fletcher, Campbell, Varney.
Varamenn: Rachubka, Southern, Harewood, Ormerod, Sylvestre, Phillips, Edwards.
Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Smalling, Vidic, Evra, Scholes, Fletcher, Gibson, Nani, Berbatov, Rooney.
Varamenn: Lindegaard, Owen, Anderson, Giggs, Hernández, Fabio Da Silva, Evans.

Craig Cathcart fagnar marki sínu gegn United í kvöld.
Craig Cathcart fagnar marki sínu gegn United í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert