Liverpool fær frest til laugardags

Luis Suarez, framherjinn öflugi.
Luis Suarez, framherjinn öflugi. Reuters

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax hefur gefið Liverpool frest til laugardags til að gera nýtt og ásættanlegt tilboð í úrúgvæska sóknarmanninn Luis Suarez.

Ajax hafnaði á dögunum boði Liverpool sem hljóðaði uppá 12,7 millónir punda og vill fá 21 milljón punda fyrir leikmanninn.

„Liverpoolmenn vita hvað þeir þurfa að borga og við höldum okkar striki. Við viljum ekki missa hann. Þetta verður að vera á hreinu 29. janúar, eftir það mun ekkert gerast," sagði Frank de Boer þjálfari Ajax við hollenska fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert