Úrslit dagsins í enska bikarnum

David Bentley kom Birmingham á bragðið gegn Coventry með því …
David Bentley kom Birmingham á bragðið gegn Coventry með því að skora fyrsta mark liðsins. Hann gekk til liðs við Birmingham frá Tottenham á dögunum. Fín byrjun hjá honum. KIERAN DOHERTY

Það var líf og fjör í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag, alls voru 11 leikir á dagskrá en síðasti leikurinn er í gangi núna. Það er viðureign Southampton og Man. United. Óvæntustu úrslitin í dag er e.t.v. sigur utandeildarliðs Crawley á annara deildarliði Torquay 

Liðin sem gerðu jafntefli þurfa að mætast aftur 15. febrúar að öllu óbreyttu.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Everton - Chelsea, 1:1

Swansea City - Leyton Orient, 1:2

Aston Villa - Blackburn, 3:1

Birmingham - Coventry, 3:2

Bolton - Wigan, 0:0

Burnley - Burton Albion, 3:1

Sheff. Wed - Hereford, 4:1

Stevenage - Reading 1:2

Torquay United - Crawley Town, 0:1

Watford - Brighton, 0:1

Southampton - Man. Utd, enn í gangi þegar þetta er skrifað (1:2)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert