Suárez byrjar vel með Liverpool

Steven Gerrard og Raúl Meireles fagna marki þess síðarnefnda.
Steven Gerrard og Raúl Meireles fagna marki þess síðarnefnda. Reuters

Úrúgvæski knattspyrnumaðurin Luis Suárez minnti strax á sig í fyrsta leiknum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool vann Stoke, 2:0, en Manchester City tapaði dýrmætum stigum í Birmingham með jafntefli þar, 2:2.

Suárez, sem var keyptur af Ajax fyrir 23 milljónir punda á mánudag, kom inná sem varamaður um miðjan síðari hálfleik gegn Stoke. Hann innsiglaði sigurinn með seinna marki liðsins, en reyndar var það varnarmaður Stoke sem kom boltanum síðustu metrana í markið. Boltinn var á leið í markið svo Suárez er skráður fyrir því.

Manchester City mátti sætta sig við jafntefli í Birmingham, 2:2, og missti þar með af dýrmætum stigum í toppbaráttunni. City var þar með eina af fimm efstu liðum deildarinnar sem vann ekki í þessari umferð.

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Fulham sem vann Newcastle 1:0 og Grétar Rafn Steinsson missti af leik Bolton gegn Wolves vegna meiðsla. Lánsmaðurinn Daniel Sturridge skoraði þar sigurmark Bolton, 1:0, í uppbótartíma.

West Ham komst af botninum og uppfyrir Wigan og Wolves með 3:1 útisigri á Blackpool þar sem  Victor Obinna gerði tvö markanna.

Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is:

19.45 BIRMINGHAM - MANCHESTER CITY 2:2 - leik lokið

5. Carlos Tévez
kemur City yfir, 0:1, eftir sendingu frá David Silva.
23. Nikola Zigic jafnar fyrir Birmingham, 1:1, þegar hann breytir stefnu boltans eftir aukaspyrnu frá David Bentley.
41. Aleksander Kolarov kemur City yfir á ný, 1:2.
77. Craig Gardner jafnar fyrir Birmingham úr vítaspyrnu, 2:2, en hún er dæmt á Patrick Vieira fyrir að brjóta á Kevin Phillips.

Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Jiranek, Ridgewell, Bentley, Ferguson, Bowyer, Gardner, Jerome, Zigic.
Varamenn: Doyle, Larsson, Phillips, Fahey, Hleb, Beausejour, Davies.
Man City: Hart, Boateng, Richards, Kompany, Kolarov, Milner, De Jong, Barry, Silva, Tévez, Dzeko.
Varamenn: Given, Zabaleta, Lescott, Vieira, Jo, Toure, Guidetti.

20.00 LIVERPOOL - STOKE 2:0 - leik lokið

47. Raúl Meireles
kemur Liverpool yfir, 1:0, með föstu skoti af 10 metra færi, fylgir á eftir þegar Steven Gerrard á hörkuskot í varnarmann.
63. Luis Suárez kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool, fyrir Fabio Aurelio.
79. Luis Suárez skorar sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, 2:0. Reyndar er það Andy Wilkinson varnarmaður Stoke sem setur boltann í stöng og inn þegar hann reynir að bjarga marki.

Liverpool: Reina, Kelly, Kyrgiakos, Skrtel, Agger, Johnson, Lucas, Gerrard, Aurelio, Meireles, Kuyt.
Varamenn: Gulacsi, Suarez, Maxi, Carragher, Ngog, Poulsen, Shelvey.
Stoke: Begovic, Wilkinson, Faye, Huth, Higginbotham, Pennant, Wilson, Diao, Whitehead, Carew, Walters.
Varamenn: Sorensen, Collins, Whelan, Jones, Fuller, Delap, Etherington.

20.00 FULHAM - NEWCASTLE 1:0 - leik lokið.

67. Damien Duff
kemur Fulham yfir, 1:0, eftir sendingu frá Danny Murphy.

Fulham: Schwarzer, Pantsil, Hughes, Hangeland, Baird, Dempsey, Sidwell, Murphy, Duff, Andrew Johnson, Dembele.
Varamenn: Stockdale, Salcido, Gera, Kamara, Kakuta, Greening, Davies.
Newcastle: Harper, Simpson, Williamson, Coloccini, Jose Enrique, Barton, Nolan, Guthrie, Gutierrez, Best, Ameobi.
Varamenn: Krul, Campbell, Lovenkrands, Perch, Ranger, Ferguson, Richardson.

20.00 BOLTON - WOLVES 1:0 - leik lokið

90. Daniel Sturridge
skorar fyrir Bolton í uppbótartíma, 1:0, í fyrsta leik sínum eftir að hafa verið lánaður frá Chelsea.

Bolton: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Robinson, Lee, Holden, Mark Davies, Taylor, Elmander, Kevin Davies.
Varamenn: Bogdan, Muamba, Petrov, Sturridge, Klasnic, Moreno, Wheater.
Wolverhampton: Hennessey, Zubar, Berra, Stearman, Elokobi, Hammill, David Jones, Henry, Edwards, Jarvis, Doyle.
Varamenn: Hahnemann, Craddock, Ebanks-Blake, Fletcher, Ward, Milijas, O'Hara.

20.00 BLACKBURN - TOTTENHAM 0:1 - leik lokið

4. Peter Crouch kemur Tottenham yfir, 0:1, með skalla eftir sendingu frá Rafael van der Vaart.

Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Olsson, Andrews, Dunn, Jermaine Jones, Hoilett, Roberts, Diouf.
Varamenn: Bunn, Kalinic, Grella, Pedersen, Nzonzi, Mwaruwari, Hanley.
Tottenham: Gomes, Corluka, Gallas, Bassong, Assou-Ekotto, Van der Vaart, Jenas, Palacios, Lennon, Crouch, Defoe.
Varamenn: Cudicini, Pavlyuchenko, Kranjcar, Sandro, Khumalo, Woodgate, Pletikosa.

20.00 BLACKPOOL - WEST HAM 1:3 - leik lokið

24. Victor Obinna
kemur West Ham yfir, 0:1.
37. Robbie Keane bætir við marki fyrir West Ham, 0:2. Hans fyrsta mark fyrir félagið, og fyrsta deildamark hans frá 2009.
42. Charlie Adam minnkar muninn fyrir Blackpool, 1:2, beint úr hornspyrnu.
44. Victor Obinna bætir við sínu öðru marki og kemur West Ham í 1:3.

Blackpool: Kingson, Eardley, Baptiste, Cathcart, Carney, Reid, Vaughan, Adam, Taylor-Fletcher, Campbell, Varney.
Varamenn: Rachubka, Southern, Evatt, Harewood, Grandin, Puncheon, Beattie.
West Ham: Green, Jacobsen, Gabbidon, Tomkins, Bridge, O'Neil, Noble, Parker, Obinna, Piquionne, Keane.
Varamenn: Boffin, Reid, Cole, Boa Morte, Kovac, Sears, Ba.

Peter Crouch fagnar eftir að hafa komið Tottenham yfir gegn …
Peter Crouch fagnar eftir að hafa komið Tottenham yfir gegn Blackburn á Ewood Park. Reuters
Carlos Tévez fagnar eftir að hafa komið Man.City yfir gegn …
Carlos Tévez fagnar eftir að hafa komið Man.City yfir gegn Birmingham í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert