Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham er ekki bjartsýnn á að hans mönnum takist að enda í einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. Hann segir að Chelsea, sem er þremur stigum á undan Tottenham í fjórða sætinu, eigi bara eftir að eflast með tilkomu nýrra leikmanna.
,,Það verður ansi erfitt fyrir okkur að enda fyrir ofan Chelsea sem eyddi rúmlega 70 milljónum punda í leikmannakaup í janúar. Ég afskrifa Chelsea alls ekki í baráttunni um meistaratitilinn. Þó svo Manchester United hafi haldið sínu striki þá finnst mér liðið ekki spila eins og það hefur gert undanfarin ár,“ sagði Redknapp eftir sigur Tottenham á Blackburn í gær.