Átta leikir í Englandi í dag

Manchester United sækir Wolves heim í síðasta leik dagsins.
Manchester United sækir Wolves heim í síðasta leik dagsins. Reuters

Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þar á meðal eru þrjú efstu liðin öll í eldlínunni. Manchester City spilar heima gegn WBA en Arsenal er á útivelli gegn Newcastle og Manchester United sækir Wolves heim.

Eiður Smári Guðjohnsen gæti spilað sinn fyrsta leik með Fulham sem mætir Aston Villa á útivelli.

Það eru Stoke og Sunderland sem eigast við í fyrsta leik dagsins klukkan 12.45. Sex leikir fara fram klukkan 15 og svo hefst viðureign Wolves og Manchester United klukkan 17.30.

Stórleikur helgarinnar er þó á morgun þegar Chelsea tekur á móti Liverpool á Stamford Bridge klukkan 16.00 en þá verður Fernando Torres líklega í liði Chelsea í fyrsta skipti, á móti sínum gömlu félögum í Liverpool.

Leikirnir eru þessir:

Laugardagur:
12.45 Stoke - Sunderland
15.00 Aston Villa - Fulham
15.00 Everton - Blackpool
15.00 Manchester City - WBA
15.00 Newcastle - Arsenal
15.00 Tottenham -  Bolton
15.00 Wigan - Blackburn
17.30 Wolves - Manchester United

Sunnudagur:
13.30 West Ham - Birmingham
16.00 Chelsea - Liverpool

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert