Arsenal missteig sig heldur betur í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið missti niður 4:0 forskot gegn Newcastle á útivelli. Liðin skildu jöfn, 4:4. Carlos Tévez skoraði þrennu fyrir Manchester City sem vann WBA 3:0 og Louis Saha gerði fernu fyrir Everton.
Þessi úrslit þýða að Manchester United getur náð sjö stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á Wolves síðar í dag.
Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta sinn í leikmannahópi Fulham sem náði 2:2 jafntefli gegn Aston Villa á útivelli. Eiður kom inná sem varamaður í blálokin og náði þar með sínum fyrsta leik í deildinni með Fulham.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
87. Ótrúlegt en satt náði Newcastle að jafna metin eftir að hafa lent 4:0 undir! Cheik Ismael Tioté skoraði jöfnunarmarkið.
83. Joey Barton minnkaði muninn í 4:3 með sínu öðru marki og enn nægur tími til stefnu fyrir Newcastle að hreinlega jafna metin.
75. Leon Best gaf Newcastle von með marki korteri fyrir leikslok.
68. Joey Barton náði að klóra í bakkann fyrir Newcastle með marki úr vítaspyrnu.
50. Abou Diaby fékk að líta rauða spjaldið og Arsenal-menn því 10 gegn 11.
26. Robin van Persie bætti við sínu öðru marki og fjórða marki Arsenal þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Bakary Sagna.
10. Það stefnir í stórsigur Arsenal því Robin van Persie var að auka muninn í 3:0 með marki eftir sendingu frá Theo Walcott út í teiginn.
3. Draumabyrjun Arsenal hélt áfram þegar miðvörðurinn Johan Djourou skoraði eftir fyrirgjöf frá Arshavin, hans önnur stoðsending.
1. Arsenal komst strax yfir með marki frá Theo Walcott eftir stungusendingu frá Andrei Arshavin.
Newcastle: Harper, Simpson, Williamson, Coloccini, Jose Enrique, Barton, Tiote, Nolan, Gutierrez, Best, Lovenkrands. Varamenn: Krul, Campbell, Guthrie, Perch, Ranger, Ferguson, Richardson.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Koscielny, Djourou, Clichy, Walcott, Wilshere, Diaby, Fabregas, Arshavin, van Persie. Varamenn: Almunia, Rosicky, Squillaci, Eboue, Gibbs, Chamakh, Bendtner.
90. Niko Kranjcar var hetja Tottenham en hann skoraði með glæsiskoti á 2. mínútu uppbótartíma eftir sendingu frá Roman Pavlyuchenko.
55. Lánsmaðurinn frá Chelsea, Daniel Sturridge, skoraði aftur líkt og hann gerði í fyrsta leik sínum eftir að hann kom til Bolton í vikunni og jafnaði metin í 1:1.
6. Hollendingurinn Raphael van der Vaart kom Tottenham í 1:0 með marki úr vítaspyrnu. Jaaskelainen valdi rétt horn en það dugði ekki til.
Tottenham: Gomes, Corluka, Gallas, Dawson, Assou-Ekotto, Lennon, Palacios, Jenas, Van der Vaart, Crouch, Defoe. Varamenn: Cudicini, Hutton, Pavlyuchenko, Bassong, Kranjcar, Sandro, Pienaar.
Bolton: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Robinson, Elmander, Mark Davies, Holden, Taylor, Kevin Davies, Sturridge. Varamenn: Bogdan, Muamba, Petrov, Klasnic, Moreno, Lee, Wheater.
38. Carlos Tévez fullkomnaði þrennuna sína strax á 38. mínútu með föstu skoti upp í þaknetið.
22. City jók muninn í 2:0 og aftur var það Carlos Tévez sem skoraði, í þetta skiptið eftir þríhyrningsspil með David Silva.
17. Argentínumaðurinn Carlos Tévez kom City yfir þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem Kolarov fiskaði.
81. David Dunn minnkaði muninn í 4:3 og kom Blackburn inn í leikinn á ný.
65.Ben Watson jók muninn í 4:2 með marki úr vítaspyrnu.
58. Miðvörðurinn stóri og sterki, Christopher Samba, minnkaði muninn í 3:2 eftir sendingu frá Morten Gamst Pedersen.
56. Wigan komst í 3:1 með öðru marki frá James McCarthy.
50. Hugo Rodallega kom Wigan yfir eftir sendingu frá Victor Moses.
35. James McCarthy jafnaði metin fyrir Wigan.
23. Jason Roberts kom Blackburn yfir eftir undirbúning Brett Emerton.
Wigan: Al Habsi, Boyce, Gohouri, Alcaraz, Figueroa, Diame, N'Zogbia, Watson, McCarthy, Moses, Rodallega. Varamenn: Pollitt, Di Santo, Steven Caldwell, Gomez, Cleverley, McArthur, Stam.
Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Olsson, Emerton, Jermaine Jones, Pedersen, Hoilett, Mwaruwari, Roberts. Varamenn: Bunn, Dunn, Grella, Nzonzi, Andrews, Hanley, Diouf.
78. Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey jafnaði metin fyrir Fulham með einum af sínum frægu sköllum eftir hornspyrnu frá Danny Murphy.
71. Villa komst yfir á nýjan leik með glæsilegu marki frá bakverðinum Kyle Walker. Fulham hefur gert tvær skiptingar en Eiður Smári er enn á varamannabekknum.
51. Andy Johnson jafnaði metin fyrir Fulham með skalla af stuttu færi eftir skot frá Steve Sidwell.
13. Villa komst í 1:0 með sjálfsmarki John Pantsil.
Aston Villa: Friedel, Walker, Dunne, Collins, Clark, Petrov, Makoun, Downing, Ashley Young, Agbonlahor, Bent. Varamenn: Marshall, Pires, Albrighton, Delfouneso, Heskey, Reo-Coker, Cuellar.
Fulham: Schwarzer, Pantsil, Hughes, Hangeland, Baird, Duff, Murphy, Sidwell, Dempsey, Dembele, Johnson. Varamenn: Stockdale, Salcido, Gera, Eiður Smári, Kakuta, Greening, Davies.
84. Louis Saha skoraði sitt fjórða mark í leiknum og kom Everton í 5:3 eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Blackpool.
80. Jermaine Beckford kom Everton yfir á nýjan leik með sjöunda marki leiksins, 4:3.
76. Louis Saha fullkomnaði þrennuna sína þegar hann jafnaði metin í 3:3 með skalla.
64. Blackpool komst yfir, 3:2, þegar hinn eftirsótti Charlie Adam skoraði með því að fylgja eftir skoti frá DJ Campbell.
62. Blackpool jafnaði metin á ný með marki frá Jason Puncheon.
47. Louis Saha kom Everton yfir á nýjan leik með sínu öðru marki eftir fyrirgjöf frá bakverðinum knáa Leighton Baines.
37. Alex Baptiste jafnaði metin með marki eftir hornspyrnu.
20. Frakkinn Louis Saha kom Everton í 1:0 eftir góðan undirbúning Diniyar Bilyaletdinov.
Everton: Howard, Neville, Distin, Heitinga, Baines, Coleman, Arteta, Rodwell, Bilyaletdinov, Fellaini, Saha. Varamenn: Mucha, Hibbert, Jagielka, Beckford, Cahill, Osman, Anichebe.
Blackpool: Rachubka, Eardley, Evatt, Baptiste, Carney, Puncheon, Vaughan, Adam, Grandin, Campbell, Beattie. Varamenn: Kingson, Southern, Harewood, Varney, Phillips, Edwards, Reid.