Úlfarnir fyrstir til að vinna United

Nani kom United í 1:0 með þessu skoti.
Nani kom United í 1:0 með þessu skoti. Reuters

Botnlið Wolves varð í dag fyrsta liðið til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð. United komst yfir snemma leiks en Úlfarnir unnu 2:1 sigur. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

United er eftir sem áður á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Arsenal sem er í 2. sæti. Úlfarnir eru hins vegar í neðsta sæti en hafa nú jafnað Birmingham og West Ham að stigum.

90. Leik lokið. United-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en þeim gekk lítið að skapa sér afgerandi færi.

66. Úlfarnir eru enn 2:1 yfir. Javier Hernández var að koma inná sem varamaður fyrir Dimitar Berbatov og Chris Smalling í stað Jonny Evans.

40. Heimamenn komust yfir í 2:1 með marki frá Kevin Doyle en hann og Elokobi börðust um að koma boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Nenad Milijas. Varnarleikur United fær ekki háa einkunn.

10. George Elokobi jafnaði metin fyrir heimamenn með skalla í kjölfarið á hornspyrnu við mikinn fögnuð stuðningsmanna.

3. Portúgalinn Nani kom United yfir snemma leiks með góðu skoti eftir sendingu frá Darren Fletcher.

0. Rio Ferdinand meiddist í upphitun og tekur Jonny Evans hans stöðu.

Wolves: Hennessey - Berra, Stearman, Elokobi, Zubar, Milijas, Henry, O'Hara, Jarvis, Hammill, Doyle. Varamenn: Foley, Edwards, Fletcher, Ebanks-Blake, Ward, Hahnemann, Craddock.

Man. Utd: Van der Sar - Vidic, Evans, Evra, Rafael, Carrick, Fletcher, Giggs, Nani, Rooney, Berbatov. Varamenn: O´Shea, Owen, Scholes, Kuszczak, Anderson, Hernández.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert