Liverpool gerði sér lítið fyrir og sigraði Englandsmeistara Chelsea, 1:0, í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag.
Portúgalinn Raúl Meireles skoraði sigurmarkið á 69. mínútu, rétt eftir að Fernando Torres hafði verið skipt af velli í sínum fyrsta leik með Chelsea - gegn gömlu félögunum í Liverpool.
Chelsea er áfram með 44 stig í 4. sæti deildarinnar en Liverpool vann sinn fjórða leik í röð og lyfti sér uppí 6. sætið með 38 stig.
90. Flautað af á Stamford Bridge og Liverpool vinnur frækinn útisigur, og sérlega sætan eftir atburði undanfarinna daga.
90. Chelsea hefði getað fengið vítaspyrnu á annarri mínútu af fjórum í uppbótartíma þegar Glen Johnson stjakaði við Branislav Ivanovic.
81. Fabio Aurelio er nálgæt því að koma Liverpool tveimur mörkum yfir eftir skyndisókn en Petr Cech ver vel frá honum. Leikmenn Chelsea vildu nokkrum andartökum áður fá vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í hönd Lucas Leiva.
69. Raúl Meireles kemur Liverpool yfir, 0:1. Steven Gerrard á flotta fyrirgjöf frá hægri, Dirk Kuyt nær að trufla Petr Cech í úthlaupinu þannig að Tékkinn hikar, boltinn berst áfram á Meireles sem þrumar honum í netið af markteig.
66. Fernando Torres er skipt af velli hjá Chelsea, við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool, og Salomon Kalou kemur í hans stað.
45. Hálfleikur á Stamford Bridge. Staðan 0:0, ekki mikið um færi en þeim mun meiri barátta.
33. Ótrúlegt dauðafæri Liverpool fer forgörðum þegar Maxi Rodríguez skýtur í þverslá af tveggja metra færi fyrir opnu marki eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard.
1. Fyrsta gula spjaldið fer á loft eftir aðeins 24 sekúndur. Mikel John Obi miðjumaður Chelsea fær það fyrir að skella Steven Gerrard.
Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með 44 stig og á tvo leiki til góða á Manchester City sem er í þriðja sætinu með 49 stig. Liverpool er í 7. sæti með 35 stig og færi uppí sjötta sætið með sigri.
Chelsea: Cech, Bosingwa, Ivanovic, Terry, Cole, Mikel, Essien, Lampard, Anelka, Torres, Drogba.
Varamenn: Turnbull, David Luiz, Malouda, Ferreira, Kalou, McEachran, Sala.
Liverpool: Reina, Skrtel, Carragher, Agger, Kelly, Lucas, Meireles, Johnson, Gerrard, Maxi, Kuyt.
Varamenn: Gulacsi, Aurelio, Suarez, Jovanovic, Kyrgiakos, Ngog, Poulsen.