Torres: Svik hjá fyrri eigendum

Carlo Ancelotti og Fernando Torres.
Carlo Ancelotti og Fernando Torres. Reuters

Fernando Torres, sem gæti mætt Liverpool í dag í fyrsta leik sínum með Chelsea, segir að svik fyrri eigenda Liverpool hafi vegið þyngst í þeirri ákvörðun sinni að skipta um umhverfi og ganga í raðir Englandsmeistaranna.

Torres sagði við Sunday People að þeir Tom Hicks og George Gillett hefðu sent skýr skilaboð með því að selja Xabi Alonso og Javier Maschereano frá félaginu.

„Áður sagði ég að ég ætti ekki von á að ég myndi spila með öðru félagi en Liverpool það sem eftir væri ferilsins. Tvö fyrstu ár mín hjá félaginu komumst við í undanúrslit Meistaradeildarinnar og enduðum í öðru sæti úrvalsdeildarinnar. Við vorum afar nálægt því að verða eitt besta liðið til langs tíma því samheldnin var mikil og allir unnu að sama markmiði.

Leikur Chelsea og Liverpool hefst á Stamford Bridge klukkan 16.00 og Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur verið þögull sem gröfin um hvort hann tefli Torres fram í byrjunarliði sínu.

En síðan voru Alonso og Mascherano látnir fara og það voru skýr skilaboð frá eigendunum, ekki til mín heldur til félagsins," sagði Torres.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert