Hicks og Gillett heimta milljarð punda

Tom Hicks og George Gillett á meðan allt lék í …
Tom Hicks og George Gillett á meðan allt lék í lyndi. Reuters

Tom Hicks og George Gillett, fyrrum eigendur enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hafa höfðað mál vegna sölunnar á félaginu í haust. Þeir telja sig hafa verið þvingaðir til að selja Liverpool á ólögmætan hátt.

Hicks og Gillett höfða málið á hendur skoska bankanum Royal Bank of Scotland og þremur þáverandi stjórnarmönnum Liverpool, sem þeir segja að hafi heimilað söluna á félaginu á hálfvirði, án þess að hafa leyfi til þess.

Bandaríkjamennirnir krefjast þess að fá um einn milljarð punda í skaðabætur, eða um 187 milljarða íslenskra króna. Liverpool var selt bandaríska félaginu New England Sports Ventures á tæplega 300 milljónir punda sem þeir segja að hafi verið aðeins helmingur af því sem hægt hefði verið að fá fyrir félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert