Hughton líklegastur hjá WBA

Chris Hughton.
Chris Hughton. Reuters

Líklegast þykir að Chris Hughton verði ráðinn næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Bromwich Albion, sem leitar að eftirmanni Roberto Di Matteo.

Di Matteo var sagt upp störfum á dögunum eftir 13 töp í síðustu 18 leikjunum. Michael Appleton aðstoðarmaður hans stýrir liðinu í bili og verður væntanlega við stjórnvölinn eþgar WBA mætir West Ham í fallslag á laugardaginn.

Hughton var sagt upp störfum hjá Newcastle í desember og kveðst tilbúinn í slaginn á ný. BBC segir hann vera efstan á blaðið en Roy Hodgson og Sam Allardyce eru líka nefndir til sögunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert