Líklegast þykir að Chris Hughton verði ráðinn næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Bromwich Albion, sem leitar að eftirmanni Roberto Di Matteo.
Di Matteo var sagt upp störfum á dögunum eftir 13 töp í síðustu 18 leikjunum. Michael Appleton aðstoðarmaður hans stýrir liðinu í bili og verður væntanlega við stjórnvölinn eþgar WBA mætir West Ham í fallslag á laugardaginn.
Hughton var sagt upp störfum hjá Newcastle í desember og kveðst tilbúinn í slaginn á ný. BBC segir hann vera efstan á blaðið en Roy Hodgson og Sam Allardyce eru líka nefndir til sögunnar.