Tottenham í fjórða sætið

Kranjcar í baráttu við Stephane Sessegnon á Leikvangi ljóssins í …
Kranjcar í baráttu við Stephane Sessegnon á Leikvangi ljóssins í kvöld. Reuters

Króatinn Niko Kranjcar skaut Tottenham upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham hafði betur gegn Sunderland, 2:1, á Leikvangi ljóssins í síðasta leik dagsins.

Asamoah Gyan kom Sunderland yfir snemma leiks en undir lok hálfleiksins jafnaði miðvörðurinn Michael Dawson með skallamarki eftr hornspyrnu. Á 57. skoraði svo Kranjcar sigurmarkið með laglegu skoti.

Tottenham komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið hefur 47 stig og er tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í þriðja sætinu. Sunderland hefur vegnað illa í síðustu leikjum en liðið hefur 37 stig í sjöunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert