Mark Hughes knattspyrnustjóri Fulham segir að Eiður Smári Guðjohnsen geti fengið samning við Fulham til frambúðar í sumar standi hann undir væntingum félagsins. Eiður var lánaður til Fulham frá Stoke út leiktíðina í síðasta mánuði en samningur hans við Stoke rennur út í sumar.
Hughes segist ekki hafa tekið neina áhættu með því að fá Eið til liðs við félagið.
,,Ég held að ég hafi ekki tekið neina áhættu. Við leyfðum David Elm og Eddie Johnson að fara í janúarglugganum svo þetta var spurning um að fá einn framherja í staðinn. Eiður hefur reynsluna og gæðin og þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur hefur hann sýnt okkur það,“ segir Hughes í viðtali við enska blaðið Fulham Chronicle.
,,Eiður vildi fara til félags sem hentaði leikstíl hans, koma ferli sínum af stað á ný og fá tækifæri til að sýna það sem hann getur. Hann er hér til skamms tíma en við munum skoða málin í sumar. Hann er í góðu formi og er tæknilega einn af okkar betri leikmönnum,“ segir Hughes.
Fulham tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea annað kvöld og er jafnvel búist við því að Eiður verði í byrjunarliðinu gegn sínum gömlu félögum