Eftir sigur Manchester United á Manchester City í gær og sigur Arsenal eru flestir sparkspekingar á Englandi þeirrar skoðunar að í uppsiglingu sé einvígi Manchester United og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Bæði lið eiga tólf leiki eftir.
Líklega á Manchester United erfiðari leiki eftir en United á eftir að mæta Chelsea tvisvar og sækja bæði Liverpool og Arsenal heim. United mætir Arsenal á Emirates Stadium þann 30. apríl í fjórðu síðustu umferð deildarinnar og næsti leikur United eftir það er gegn meisturum Chelsea á heimavelli.
Til gamans skulum við líta á hvað leiki toppliðin tvö eiga eftir í deildinni:
Manchester United (57 stig):
Wigan (ú)
Liverpool (ú)
Chelsea (ú)
Bolton (h)
West Ham (ú)
Fulham (h)
Newcastle (ú)
Everton (h)
Arsenal (ú)
Chelsea (h)
Blackburn (ú)
Blackpool (h)
Arsenal (53 stig):
Stoke (h)
Sunderland (h)
WBA (ú)
Blackburn (h)
Blackpool (ú)
Liverpool (h)
Bolton (ú)
Man Utd (h)
Stoke (ú)
Aston Villa (h)
Fulham (ú)
Tottenham (ú)