Hvaða leiki eiga United og Arsenal eftir?

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Lið þeirra eru í …
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Lið þeirra eru í baráttunni um titilinn. Reuters

Eftir sigur Manchester United á Manchester City í gær og sigur Arsenal eru flestir sparkspekingar á Englandi þeirrar skoðunar að í uppsiglingu sé einvígi Manchester United og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Bæði lið eiga tólf leiki eftir.

Líklega á Manchester United erfiðari leiki eftir en United á eftir að mæta Chelsea tvisvar og sækja bæði Liverpool og Arsenal heim. United mætir Arsenal á Emirates Stadium þann 30. apríl í fjórðu síðustu umferð deildarinnar og næsti leikur United eftir það er gegn meisturum Chelsea á heimavelli.

Til gamans skulum við líta á hvað leiki toppliðin tvö eiga eftir í deildinni:

Manchester United (57 stig):

Wigan (ú)
Liverpool (ú)
Chelsea (ú)
Bolton (h)
West Ham (ú)
Fulham (h)
Newcastle (ú)
Everton (h)
Arsenal (ú)
Chelsea (h)
Blackburn (ú)
Blackpool (h)

Arsenal (53 stig):

Stoke (h)
Sunderland (h)
WBA (ú)
Blackburn (h)
Blackpool (ú)
Liverpool (h)
Bolton (ú)
Man Utd (h)
Stoke (ú)
Aston Villa (h)
Fulham (ú)
Tottenham (ú)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert