Lampard: Verðum að vinna rest

Frank Lampard.
Frank Lampard. Reuters

Frank Lampard miðjumaðurinn sterki hjá Chelsea telur að liðið þurfi að vinna alla leikina sem það á eftir til að eiga möguleika á að verja Englandsmeistaratitilinn.

Meistararnir eru í fimmta sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Manchester United en Chelsea sækir Fulham heim á Craven Cottage annað kvöld.

,,Við vitum að við getum blandað okkur aftur í titilbarátta en til þess þurfum við að vinna alla þá 13 leiki sem við eigum eftir. Markmið okkar er að komast á sigurbraut. Við megum ekki hugsa of mikið um United heldur verðum við að stefna að því að minnka forskotið á liðið áður en við mætum því,“ segir Lampard en Chelsea og Manchester United eiga eftir að mætast á Old Trafford og á Stamford Bridge.

Chelsea tekur á móti Manchester United þann 1. mars og liðin eigast svo við á Old Trafford þann 7. maí.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert