Crawley nærri jafntefli á Old Trafford

Anderson hjá Man.Utd og Sergio Torres hjá Crawley eigast við …
Anderson hjá Man.Utd og Sergio Torres hjá Crawley eigast við í leiknum í dag. Reuters

Utandeildaliðið Crawley Town veitti Manchester United verðuga keppni í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Old Trafford í dag. Litlu munaði að Crawley jafnaði í uppbótartíma en mark Wes Brown skildi liðin að, 1:0.

Brown, sem var fyrirliði í dag, skoraði eina mark leiksins með skalla á 28. mínútu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90+4 Flautað af, Manchester United sigrar naumlega, 1:0, og Alex Ferguson er greinilega létt eftir talsverðan sóknarþunga Crawley á lokakaflanum.

90+1 Crawley er hársbreidd frá því að jafna í uppbótartíma þegar Brodie skallar í þverslána á marki United eftir hornspyrnu!!

80. Tíu mínútur eftir og staðan er enn aðeins 1:0 gegn utandeildaliðinu. Crawley hefur átt ágætis tilraunir inná milli þó United sé sterkari aðilinn. Níu þúsund stuðningsmenn Crawley skemmta sér konunglega á Old Trafford.

46. Wayne Rooney kemur inná hjá United í upphafi síðari hálfleiks. Ferguson er greinilega ekki sama.

45. Hálfleikur og staðan er 1:0 fyrir United. Crawley hefur alls ekki verið yfirspilað og átt margar fínar sóknir.

28. 1:0 Fyrirliðinn Wes Brown kemur United yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Darron Gibson.

United: Lindegaard, Rafael, O'Shea, Brown, Fabio, Gibson, Carrick, Anderson, Bebé, Hernández, Obertan.
Varamenn: Rooney, Smalling, Fletcher, Kuszczak, King, Pogba, Tunnicliffe.
Crawley Town: Kuipers, Hunt, Mills, McFadzean, Howell, Gibson, Smith, Bulman, Torres, Tubbs, McAllister.
Varamenn: Shearer, Rusk, Rents, Wilson, Cook, Napper, Brodie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert