Stórveldin Manchester United og Arsenal mætast í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, svo framarlega sem Arsenal nær að sigra 2. deildarliðið Orient síðar í dag.
Dregið var til átta liða úrslitanna rétt í þessu þó aðeins þrjú lið hafi endanlega tryggt sér þátttökuréttinn þar. Niðurstaðan varð þessi:
Stoke - West Ham eða Burnley
Manchester City eða Aston Villa - Everton eða Reading
Birmingham - Fulham eða Bolton
Manchester United - Orient eða Arsenal
Leikirnir fara fram 12. og 13. mars.