Liverpool græddi meira á söluvarningi en erkifjendur þeirra í Man Utd tímabilið 2009-2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu markaðsfyrirtækjanna Sport+markt og PR Marketing. Könnunin náði til 182 liða í tíu stærstu deildum Evrópu og tíu þúsund einstaklinga.
Spænska 1. deildin situr í efsta sæti yfir deildirnar í Evrópu en liðin græddu samanlagt um 190 milljónir evra á tímabilinu sem um ræðir. Enska úrvalsdeildin er í öðru sæti en liðin þar græddu um 168 milljónir evra á sama tímabili. Dreifingin er jafnari meðal liðanna á Englandi en á Spáni þar sem risarnir í Barcelona og Real Madrid bera höfuð og herðar yfir önnur félög.
Erlendir fjölmiðlar á borð við goal.com og Eurosport hafa fjallað um skýrsluna.
5 tekjuhæstu deildirnar