Stuðningsmenn Manchester United geta andað léttar því Wayne Rooney verður ekki refsað fyrir atvik sem átti sér stað í leik Manchester United og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Rooney sló greinilega James McCarthy leikmann Wigan með olnboganum. Mark Clattenburg dæmdi aukaspyrnu á United en margir töldu að Clattenburg hefði ekki séð atvikið. Hann spjaldaði ekki Rooney og aganefnd enska knattspyrnusambandsins mun ekkert gera meira í málinu.
Olnbogaskotið hjá Rooney, smellið HÉR
Rooney verður því í eldlínunni með Manchester United gegn Chelsea á Stamford Bridge annað kvöld og um næstu helgi þegar Liverpool tekur á móti United.