Arsenal og Man.City í 8-liða úrslit

Marouane Chamakh fagnar eftir að hafa komið Arsenal í 1:0 …
Marouane Chamakh fagnar eftir að hafa komið Arsenal í 1:0 í kvöld. Reuters

Arsenal  og Manchester City tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Arsenal fer þar með á Old Trafford og mætir Manchester United í sannkölluðum stórleik 12. mars.

Arsenal vann 2. deildarliðið Leyton Orient 5:0 þar sem Nicklas Bendtner skoraði þrennu. Marouane Chamakh og Gaël Clichy skoruðu sitt markið hvor.

Manchester City vann Aston  Villa, 3:0, og fær Íslendingaliðið Reading í heimsókn í 8-liða úrslitunum. Yaya Touré, Mario Balotelli og David Silva skoruðu mörkin fyrir City.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90+3 Leik lokið. Flautað af á Emirates þar sem Arsenal vinnur Leyton Orient næsta létt, 5:0.

90+3 Leik lokið. Manchester City sigrar Aston Villa örugglega, 3:0, og er komið í 8-liða úrslit.

75. MARK - Gaël Clichy kemur Arsenal í 5:0 gegn Orient. Dálítið harkalegt því 2. deildarliðið hefur sýnt ágætis kafla á Emirates í kvöld. Clichy skorar með föstu skoti eftir að Emmanuel Eboué sendir boltann fyrir frá hægri.

70. MARK - David Silva kemur City í 3:0 gegn Aston Villa og þar með mótspyrna Villamanna væntanlega endanlega brotin á bak aftur. Hörkskot rétt innan vítateigs hjá Spánverjanum.

63. MARK - Nicklas Bendtner enn á ferð og skorar sitt þriðja mark í kvöld, 4:0. Kieran Gibbs er felldur, dæmd vítaspyrna og Bendtner innsiglar þrennuna.

45. Hálfleikur á báðum völlum. Arsenal - Orient 3:0 og Man.City - Aston Villa 2:0. Allt bendir til þess að Arsenal og City sigli í 8-liða úrslitin.

43. MARK - Nicklas Bendtner skorar aftur og kemur Arsenal í 3:0. Hann fær boltann vinstra megin við vítateiginn, leikur inní hann og sendir boltann í markhornið fjær.

31. Litlu munar að Emile Heskey komi Aston Villa aftur inní leikinn gegn City en Joe Hart ver vel frá honum.

30. MARK - Nicklas Bendtner kemur Arsenal í þægilegri stöðu gegn Orient, 2:0. Daninn skorar með hörkuskalla af 10 metra færi eftir fyrirgjöf frá Kieran Gibbs.

25. MARK - Mario Balotelli kemur Man.City í 2:0 gegn Aston Villa. Hann fær sendingu frá Yaya Touré innfyrir vörnina og lyftir boltanum yfir Brad Friedel í markinu.

7. MARK - Marouane Chamakh kemur Arsenal yfir gegn Orient, 1:0. Tomás Rosický brunar upp hægri kantinn og sendir boltann inn að markteig þar sem Chamakh afgreiðir hann í netið.

5. MARK - Yaya Touré kemur City yfir gegn Aston Villa á Borgarleikvanginum, 1:0. Eftir hornspyrnu fellur boltinn fyrir hann í markteignum og Touré þrumar honum í netið.

Arsenal og Orient gerðu óvænt jafntefli, 1:1, á Brisbane Road í London og þurfa því að spila aftur. Sigurliðið mætir Manchester United á útivelli í 8-liða úrslitum.

Sigurliðið í viðureign Manchester City og Aston Villa tekur á móti Reading i 8-liða úrslitum.

Arsenal: Almunia, Eboue, Squillaci, Miquel, Gibbs, Denilson, Diaby, Rosicky, Bendtner, Chamakh, Henderson.
Varamenn: Szczesny, Sagna, Nasri, Wilshere, Djourou, Clichy, Arshavin.
Leyton Orient: Jones, Whing, Chorley, Forbes, Daniels, Revell, Crowe, Dawson, Carroll, Cox, McGleish.
Varamenn: Butcher, Omozusi, Chambers, Spring, Tehoue, Cestor, M'Poku.

Man City: Hart, Richards, Boateng, Lescott, Zabaleta, Barry, Vieira, Yaya Touré, Kolarov, Silva, Balotelli.
Varamenn: Taylor, Michael Johnson, Dzeko, Jo, Tévez, Boyata, Wabara.
Aston Villa: Friedel, Herd, Clark, Dunne, Delph, Agbonlahor, Petrov, Bradley, Bannan, Heskey, Delfouneso.
Varamenn: Marshall, Downing, Ashley Young, Pires, Albrighton, Reo-Coker, Walker.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert