Arsenal er þremur stigum á eftir toppliði Manchester United eftir að liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Sunderland á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton unnu dísætan sigur á Aston Villa eftir að hafa tvívegis lent undir.
Eiður Smári Guðjohnsen var allan tímann á varamannabekknum hjá Fulham sem vann einnig góðan sigur á Blackburn, 3:2. Everton vann Newcastle 2:1 á útivelli eftir að hafa lent undir, og West Ham vann góðan 3:0 sigur á Stoke sem kom liðinu úr fallsæti.
Fylgst var með gangi mála í öllum leikjum á mbl.is eins og sjá má hér að neðan.
90. Arsenal gerði harða atlögu að marki Sunderland í uppbótartímanum en tókst ekki að skora og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
87. Andriy Arshavin kom boltanum í netið en var dæmdur rangstæður. Það virtist hreinlega vera rangur dómur en litlu mátti muna.
84. Sunderland sótti hart að marki Arsenal og átti Asamoah Gyan gott skot sem var varið í horn. Úr hornspyrnunni fengu Sunderland-menn tvö færi sem ekki tókst að nýta.
75. Enn er markalaust hjá Arsenal og Sunderland en heimamenn hafa sett gestina undir mikla pressu síðustu mínúturnar og Marouane Chamakh var til að mynda að skalla boltann í þverslána!
Arsenal: Szczesny, Sagna, Djourou, Koscielny, Clichy, Denilson, Wilshere, Nasri, Diaby, Arshavin, Bendtner.
Varamenn: Almunia, Rosicky, Ramsey, Squillaci, Eboue, Gibbs, Chamakh.
Sunderland: Mignolet, Ferdinand, Mensah, Bramble, Bardsley, Henderson, Muntari, Malbranque, Richardson, Sessegnon, Gyan.
Varamenn: Gordon, Riveros, Welbeck, Colback, Elmohamady, Knott, Noble.
36. Phil Jagielka kom Everton yfir, 2:1, með marki af stuttu færi eftir aukaspyrnu Leighton Baines.
31. Everton jafnaði metin með marki Leon Osman eftir sendingu frá Mikel Arteta.
23. Leon Best kom Newcastle í 1:0 með skalla eftir að Howard hafði mistekist að grípa inn í fyrirgjöf.
Newcastle: Harper, Steven Taylor, Williamson, Coloccini, Jose Enrique, Simpson, Tiote, Nolan, Gutierrez, Best, Lovenkrands.
Varamenn: Krul, Guthrie, Perch, Ameobi, Ferguson, Richardson, Kuqi.
Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Osman, Neville, Rodwell, Arteta, Beckford, Saha.
Varamenn: Mucha, Heitinga, Bilyaletdinov, Coleman, Anichebe, Duffy, Baxter.
86. Bolton-menn sýna mikla þrautseigju og eru komnir yfir, 3:2. Ivan Klasnic skoraði eftir sendingu frá Kevin Davies.
74. Bolton jafnaði metin aftur, 2:2, og aftur var það varnarmaðurinn Gary Cahill sem skoraði. Hann kom boltanum í netið af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Stuart Holden. Skömmu áður hafði Jussi Jaaskelainen varið vítaspyrnu frá Ashley Young.
64. Marc Albrighton kom Villa yfir á nýjan leik með skoti eftir fyrirgjöf frá Stewart Downing.
45. Bolton jafnaði metin í 1:1 rétt fyrir leikhlé með skallamarki Gary Cahill eftir hornspyrnu frá Martin Petrov.
15. Darren Bent kom Villla yfir með skoti af stuttu færi eftir góðan undirbúning Kyle Walker á hægri kantinum.
Bolton: Jaaskelainen, Grétar Rafn, Wheater, Cahill, Robinson, Elmander, Holden, Muamba, Petrov, Kevin Davies, Sturridge.
Varamenn: Bogdan, Taylor, Mark Davies, Klasnic, Moreno, Alonso, Lee.
Aston Villa: Friedel, Walker, Clark, Baker, Luke Young, Reo-Coker, Delph, Albrighton, Ashley Young, Downing, Bent.
Varamenn: Marshall, Pires, Agbonlahor, Bradley, Heskey, Petrov, Herd.
89. Varamaðurinn Bobby Zamora skoraði úr vítaspyrnu og kom Fulham yfir í þriðja sinn í leiknum.
65. Blackburn jafnaði metin á nýjan leik þegar David Hoilett skoraði eftir sendingu frá Jason Roberts.
59. Damien Duff skoraði sitt annað mark þegar hann kom Fulham í 2:1 með glæsilegu skoti. Enn hafa engar breytingar verið gerðar á liði Fulham svo Eiður Smári Guðjohnsen er enn á varamannabekknum.
45. Það var komið fram í uppbótartíma í fyrri hálfleik þegar Blackburn jafnaði í 1:1 þegar Grant Hanley kom boltanum í netið.
37. Damien Duff kom heimamönnum í 1:0 með skoti utan teigs eftir sendingu frá Dickson Etuhu.
Fulham: Schwarzer, Baird, Hughes, Hangeland, Salcido, Duff, Etuhu, Murphy, Dempsey, Johnson, Dembele.
Varamenn: Stockdale, Kelly, Eiður Smári, Kakuta, Zamora, Greening, Davies.
Blackburn: Robinson, Salgado, Hanley, Samba, Givet, Hoilett, Jermaine Jones, Nzonzi, Olsson, Roberts, Diouf.
Varamenn: Bunn, Emerton, Kalinic, Pedersen, Andrews, Santa Cruz, Rochina.
82. Thomas Hitzlsperger skoraði sjálfur þriðja mark West Ham með þrumuskoti í þverslá og inn eftir laglega sókn.
29. Manuel Da Costa jók muninn í 2:0 fyrir West Ham með skalla eftir aukaspyrnu frá Thomas Hitzlsperger.
21. Demba Ba, fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Hoffenheim, kom West Ham yfir í leiknum.
West Ham: Green, Tomkins, Upson, da Costa, Bridge, Noble, Parker, Hitzlsperger, Piquionne, Cole, Ba.
Varamenn: Boffin, Gabbidon, Spector, Hines, O'Neil, Obinna, Jacobsen.
Stoke: Begovic, Wilson, Huth, Shawcross, Pugh, Pennant, Delap, Whitehead, Whelan, Walters, Carew.
Varamenn: Sörensen, Collins, Jones, Fuller, Diao, Etherington, Wilkinson.