Koma særðir til leiks á Anfield á morgun

Kenny Dalglish og hans menn í Liverpool taka á móti …
Kenny Dalglish og hans menn í Liverpool taka á móti Man.Utd í dag. Reuters

Leikmenn og knattspyrnustjóri Manchester United koma særðir til leiks þegar liðið heimsækir Liverpool á Anfield Road í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Liðið tapaði gegn Chelsea í síðasta leik liðsins í deildinni, Rio Ferdinand er meiddur og þá er Nemanja Vidic hinn miðvörður liðsins í banni. Að síðustu er Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, hættur að tala við sjónvarpsstöð félagsins og aðra fjölmiðla, allavega í bili, og gæti átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel bann vegna ummæla sem hann hafði um dómarann í leik liðsins gegn Chelsea. Ferguson áfrýjaði í gær kæru enska knattspyrnusambandsins í því máli.

Þessi síðasti leikur liðsins hafði því eftirmála fyrir liðið sem flestir eru slæmir. Nær liðið að snúa taflinu við gegn erkifjendum sínum í Liverpool eða setur hann stórt strik í reikninginn í baráttu þeirra um enska meistaratitilinn?

Það eru minni átök hjá Liverpool. Þó að staðan í deildinni sé ekki eins og stuðningsmenn félagsins óskuðu sér fyrir keppnistímabilið virðist ríkja ákveðin rómantík á Anfield eftir að Kenny Dalglish tók við. Stærsta spurningin er hvort Andy Carroll verði með. Dalglish hefur gefið það út að hann vilji ekki láta draga sig í sálfræðistríð við kollega sinn. Það er e.t.v. skynsamlegt þar sem Ferguson virðist vera meistarinn á því sviði.

Það skiptir ekki máli hvernig staðan er í deildinni, hvað liðin eru með mörg stig, í hvaða keppni þau mætast eða hvar þau mætast. Leikir liðanna eru alltaf sérstakir, ekki alltaf fallegasta knattspyrnan en baráttan og tilfinningarnar vega þar upp á móti. Þetta er einn af fáum leikjum sem má bóka að verði skemmtun þrátt fyrir að hann fari 0:0. omt@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert