Barcelona hafði betur gegn Arsenal, 3:1, og samanlagt, 4:3, þegar liðin áttust við í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Nou Camp í kvöld. Í Úkraínu fagnaði Shahktar Donetsk sigri gegn Roma, 3:0, og samanlagt, 6:2.
90. Leik lokið með 3:1 sigri Barcelona og samanlagt, 4:3.
88. Shahtkar var að bæta við þriðja markinu gegn Roma.
87. Nicklas Bendtner var hársbreidd frá því að komast í upplagt færi en Börsungar náðu að bjarga á síðustu stundu.
78. Dani Alves fór illa að ráði sínu. Messi sendi á Brasilíumanninn sem var í upplögðu færi en skot hans fór langt framhjá.
70. MARK!! Lionel Messi kemur Barcelona í 3:1 með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Koscielny fyrir brot á Pedro. Staðan er nú, 4:3, fyrir Barcelona samanlagt.
69. MARK!! Barcelona er komið yfir, 2:1. Fyrirliðinn Xavi batt endahnútinn á glæsilega sókn heimamanna. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 3:3.
66. Manuel Almunina ver glæsilega frá David Villa sem var í dauðafæri. Almunina hefur staðið sig vel á milli stanganna frá því hann kom inná eftir 18 mínútna leik.
60. Dani Alves skýtur yfir mark Arsenal úr góðu færi.
55. Rautt spjald!! Robin Van Persie fær að líta sitt annað gula spjald og er rekinn af velli. Van Persie sparkaði boltanum framhjá markinu eftir að dómarinn hafði flautað. Hollendingurinn segist ekki hafa heyrt í flautunni og það vel skiljanlegt enda tæplega 90.000 manns á Nou Camp. Strangur dómur.
54. Shahktar er komið í 2:0 gegn Roma og samanlagt, 5:2.
53. Minnstu munaði að David Villa tækist að koma Börsungum yfir en Arsenal-menn bægðu hættunni frá á elleftu stundu.
52. MARK!! Arsenal er búið að jafna metin. Sergio Busquets varð fyrir því óláni að skalla í eigið mark eftir hornsprynu frá Samir Nasri. Nú er Arsenal yfir samanlagt, 3:2, og það verður mikið fjör það eftir lifir leiksins.
Markið hjá Messi, smellið HÉR
45.MARK!! Lionel Messi brýtur ísinn. Hver annar!!. Messi fékk sendingu frá Iniesta eftir hræðileg mistök Fabregas og Argentínumaðurinn vippaði laglega yfir Almunia og sendi boltann af öryggi í netið. Staðan er nú jöfn samanlagt, 2:2, en Barcelona færi áfram á útimarkareglunni yrðu úrslitin þessi.
45. Messi í ágætu færi í uppbótartíma en skot hans beint í fangið á Almunia.
40. Rautt spjald!! Það syrtir í álinn hjá Roma því Philippe Mexes varnarmaður liðsins er sendur af velli.
35. Adriano með skot í stöng Arsenal-marksins úr þröngu færi. Pressan er orðin gríðarleg af hálfu Barcelona að marki Arsenal.
30. Staðan er enn, 0:0, á Nou Camp. Barcelona hefur sótt nær látlaust en hefur ekki tekist að finna glufur á vel skipulagðri vörn Arsenal enn sem komið.
28. Marco Borriello náði ekki að nýta vítaspyrnu fyrir Roma.
18. Shahktar er komið í 1:0 gegn Roma og samanlagt, 4:2. Tomas Hubschman skoraði mark úkraínska liðsins.
17. Áfall hjá Arsenal. Pólski markvörðurinn Szczesny verður að hætta leik vegna meiðsla á fingri og Spánverjinn Manuel Almunina leysir hann af hólmi.
15. Miðvörðurinnn Koscielny í liði Arsenal fær að líta gula spjaldið. Ekki góð tíðindi fyrir miðvörðinn en skammt liðið á leikinn.
10. Börsungar hafa ráðið ferðinni og leikurinn hefur nánast farið fram allan tímann á vallarhelmingi Arsenal. Engin færi hafa litið dagsins ljós enn sem komið er.
Barcelona: Valdes, Dani Alves, Busquets, Abidal, Adriano Correia, Xavi, Mascherano, Iniesta, Pedro, Villa, Messi. Varamenn: Pinto, Bojan, Keita, Milito, Maxwell, Afellay, Thiago.
Arsenal: Szczesny,
Sagna, Djourou, Koscielny, Clichy, Wilshere, Diaby, Rosicky, Fabregas,
Nasri, van Persie. Varamenn: Almunia, Denilson, Squillaci, Arshavin, Eboue,
Chamakh, Bendtner.