UEFA kærir Wenger og Nasri

Arsene Wenger mótmælir við fjórða dómara leiksins í gærkvöld.
Arsene Wenger mótmælir við fjórða dómara leiksins í gærkvöld. Reuters

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært Arsene Wenger knattspyrnustjóra Arsenal og Samir Nasri, leikmann liðsins, fyrir ummæli í garð Massimo Busacca dómara frá Sviss eftir leikinn við Barcelona í Meistaradeild Evrópu á Camp Nou í gærkvöld.

Þeir voru afar óhressir með þá ákvörðun dómarans að reka Robin van Persie af velli, rétt eftir að Arsenal jafnaði metin í 1:1 snemma í seinni hálfeliknum.

Wenger rauk að Busacca eftir leikinn og ræddi tæpitungulaust við hann á meðan þeir gengu til búningsherbergja. Á fréttamannafundi gagnrýndi Wenger þann svissneska harkalega og sagði frammistöðu hans og ákvörðun vandræðalega  fyrir fótboltann.

UEFA beið eftir skýrslu dómarans eftir leikinn en í henni hafa ummæli Wengers greinilega  verið skráð, sem og mótmæli Nasris í garð Busacca eftir leikinn, því þeir hafa nú verið kærðir til aganefndar sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert