Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að fari svo að Manchester United og Arsenal skilji jöfn í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun, muni þau mætast aftur á Emirates í London næsta föstudag, 18. mars.
Vegna mikilla þrengsla í leikjaplani liðanna næstu vikur, þátttöku þeirra í Meistaradeild Evrópu, og svo landsleikjafrís kringum síðustu helgina í mars, varð niðurstaðan sú að þetta væri eini kosturinn fyrir endurtekinn leik liðanna.
Fari svo, verður deildaleikjum liðanna sem eiga að fara fram 19. mars frestað en Arsenal á þá að sækja WBA heim og United á heimaleik gegn Bolton.