Arsenal hefur á skömmum tíma fallið úr leik í tveimur keppnum. Liðið tapaði fyrir Birmingham í úrslitaleik deildabikarkeppninnar og féll úr leik fyrir Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni. Í dag á Arsenal það á hættu að missa af þriðja bikarnum en liðið sækir Manchester United heim í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.
,,Við þurfum á þessum tímapunkti á góðum sigri að halda. Það myndi hjálpa til eftir vonbrigðin sem við höfum þurft að ganga í gegnum á skömmum tíma. Við förum í leikinn við United með því hugarfari að vinna. Ég sagði við upphaf tímabilsins að við ætluðum okkur að berjast um þá titla í sem í boði eru og við eigum enn möguleika á að vinna tvo.
Við töpuðum á síðustu mínútunni í úrslitaleiknum í deildabikarnum og töpuðu fyrir meistarakandítötunum í Meistaradeildinni. Við þurfum að fá heppnina með okkur í lið,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal við fréttamenn.
Fimm ár eru liðin frá því Arsenal hrósaði sigri gegn Manchester United á Old Trafford en leikur liðanna hefst klukkan 17.15.