City áfram og mætir Manchester United

Brynjar Björn í baráttu við Carlos Tévez.
Brynjar Björn í baráttu við Carlos Tévez. Reuters

Micah Richards tryggði Manchester City sæti í undanúrslium ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1:0 sigri gegn Reading í kvöld. Það verður því sannkallaður stórleikur í undanúrslitunum en Manchester City mætir Manchester United. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bolton og Stoke en leikirnir fara fram á Wembley 16. og 17. apríl.

Brynjar Björn Gunnarsson lék allan tímann með Reading en Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

90. Leiknum er lokið með 1:0 sigri Manchester City.

74. MARK!! Manchester City er búið að brjóta ísinn og er komið í 1:0 með marki frá Micah Ricards.

45. Búið er að flauta til leikhlés á Manchester Staidum. Staðan er jöfn, 0:0.

Man City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Vieira, Toure Yaya, Wright-Phillips, Tevez, Silva. Varamenn: Taylor, Dzeko, Barry, Jo, Boyata, Balotelli, Razak.

Reading: McCarthy, Tabb, Gunnarsson, Khizanishvili, Harte, Kebe, Karacan, Leigertwood, McAnuff, Long, Hunt. Varamenn: Andersen, Griffin, Antonio, Church, Robson-Kanu, Howard, Taylor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert