Stoke í undanúrslitin

Kenwyne Jones og Manuel da Costa í baráttu á Britannia …
Kenwyne Jones og Manuel da Costa í baráttu á Britannia í dag. Reuters

Stoke er komið í undanúrslitin í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrsta sinn í 40 ár eftir að hafa lagt West Ham að velli, 2:1, á Britannia vellinum í Stoke í dag. Manchester United, Bolton og Stoke eru liðin sem eru komin í undanúrslitin og það ræðst svo síðar í dag hvort það verður Manchester City eða Reading sem verður fjórða liðið.

90. Leiknum er lokið með 2:1 sigri Stoke.

85. West Ham var hársbreidd frá því að jafna metin en skalli Matthew Upsons small í þverslánni.

74. Robbie Keane, nýkominn inná sem varamaður, komst í gott færi en Thomas Sörensen markvörður heimamanna varði vel.

63. MARK!! Stoke er komið í 2:1, Danny Higginbotham skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs.

46. Robert Green ver glæsilega vítaspyrnu frá Matthew Ethrington sem fékk sjálfur eftir aðeins 15 sekúndna leik í seinni hálfleik.

45. Hálfleikur á Britannia þar sem staðan er jöfn, 1:1.

29.MARK!! Frédéric Piquionne jafnar metin fyrir West Ham. Stoke menn mótmæla markinu enda lagði Piquionne boltann fyrir sér með höndinni. Markið stendur hins vegar.

12. MARK!! Þýski miðvörðurinn Robert Huth er búinn að koma í Stoke í 1:0. Huth skallaði í netið eftir langt innkast frá Rory Delap.

2. Matthew Ethrington komst í gott færi eftir fyrirfjöf frá Jarmaine Pennant en Robert Green gerði vel í því að verja kollspyrnu hans af stuttu færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert