Arsenal í viðræðum við Lehmann

Jens Lehmann.
Jens Lehmann. Reuters

Sky fréttavefurinn hefur heimildir fyrir því að Arsenal sé í viðræðum við Jens Lehmann um að koma aftur til félagsins. Þrír af markvörðum Arsenal er á sjúkralistanum, Wojciech Szczesny, Lukasz Fabianski og Vito Mannone, og er Manuel Almunia eini markvörðurinn sem Arsenal hefur úr að spila.

Lehmann er 41 árs gamall sem lék með Arsenal í fimm ár og lék um 200 leiki fyrir félagið. Hann gekk til liðs við Stuttgart árið 2008 en lagði markmannshanska á hilluna síðastliðið sumar.

,,Ég er í London en ég hef ekki heyrt neitt um þessa áætlun en maður veit aldrei hvað verður,“ sagði Lehmann við þýska blaðið Bild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert