Ferguson úrskurðaður í fimm leikja bann

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og hann þarf einnig að greiða 30.000 punda sekt sem jafngildir 5,6 milljónum íslenskra króna.

Ferguson var kærður fyrir ummæli eftir leik Manchester United og Chelsea en Ferguson var mjög ósáttur út í störf Martin Atkinson dómara. Ferguson sagði eftir leikinn; „Maður vill fá sanngjarnan dómara, eða allavega öflugan dómara en við fengum það ekki. Þegar ég sá hver dómarinn væri þá óttaðist ég það versta.“. 

Ferguson mun ekki stýra liði sínu af varamannabekknum heldur verður hann að fylgjast með leikjum sinna manna úr áhorfendastúkunni.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert